Hver heyrði hvað?

Davíð segist hafa varað stjórnvöld við erfiðri stöðu bankanna í febrúar sl.  Björgvin segir að hann hafi ekki varað sig við,  sem er jú undarlegt í ljósi þess að Björgvin er viðskiptaráðherra.  Össur segir að Davíð hafi ekki varað við þessu.  Geir aftur á móti segir það rétt að Davíð hafi varað stjórnvöld við í febrúar.  Það fær mig til að hugsa um hverjir Davíð og Geir telji stjórnvöld hér á landi.  Kanski eru það bara þeir tveir...?   Hver segir satt og hver ekki..?  Er ekki tími til kominn að það verði boðað til kosninga og stjórnmálamenn og aðrir embættismenn gerðir ábyrgir sinna gjörða ???  Að minnsta kosti virðist vera að þeir heyri ekki allir það sama !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband