Höfum við efni á að bíða lengur???

Núna eru stjórnarliðar allt í einu bjartsýnir aftur um lausn mála um ábyrgðir, lán og icesave málið. Það er ekki í fyrsta skiptið þennan síðasta mánuð sem þeir segja að lausnin sé skammt undan ... eða "eru bjartsýnir um lausn" Er þetta ekki enn ein hagræðing sannleikans til að róa okkur sauðsvartan almúgann og tefja fyrir óumflýanlegum kosningum? Því miður er ég hrædd um að svo sé. Hversu lengi getum við beðið með kosningar? Það er ekki hægt að bíða mikið lengur, hver dagur skiptir máli. Því finnst mér tími til kominn að ríkisstjórnin sýni raunverulega ábyrgð og boði til kosninga, ekki bara setji fram nýjan stjórnarsáttmála. Við getum ekki beðið lengur !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband