Ja hérna !

Hélt Jón Ásgeir að hann gæti komið inn með nýja kennitölu, "keypt" fyrir 1500 milljónir og enginn myndi vilja vita hvaðan peningarnir komu? Þrátt fyrir bankaleynd hér á landi þá er upplýsingaskylda líka hér. Ég er ansi hrædd um að ef ég hefði stofnað ehf fyrirtæki (þar sem hluthafar bera enga ábyrgð og geta bara tapað þeim hlut sem þeir leggja fram) að skattayfirvöld myndu forvitnast um hvaðan fjármagnið kæmi. Er Jón Ásgeir eitthvað undanþeginn upplýsingaskyldu ? Finnst einhverjum skrítið eftir allt sem undan er á gengið að viðskiptanefnd fái betri upplýsingar um fjármagn en þeir hafa fengið hingað til? Sjálfri finnst mér það sjálfsagt og myndi í Jóns sporum fagna því að geta gefið upplýsingar núna .... eða hvað? Er þetta kanski bara enn ein spilaborgin?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband