Hversu fljót verðum við að gleyma núna?

Við Íslendingar erum svo fljót að gleyma. Formaður VR stólar á það, strikar yfir skuldir og reynir að réttlæta það gagnvart VR fólki, heldur vinnustaðafundi og síðan á að gleyma þessu eins og hann veit að við gerum venjulega. Hið eina rétta væri að boða til kosninga strax á nýrri stjórn.
Þá er skondið með bankastýru Nýja Glitnis,.... það "gleymist" að greiða út af reikningi fyrirtækis hennar dágóða upphæð. Skýring:hún "gleymdi" þessari greiðslu og að fara yfir bankareikninginn sinn. Trúverðugur bankastjóri! Hversu fljót verðum við að gleyma þessu og öllu öðru sem er að gerast hér?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband