Færsluflokkur: Bloggar

Hver heyrði hvað?

Davíð segist hafa varað stjórnvöld við erfiðri stöðu bankanna í febrúar sl.  Björgvin segir að hann hafi ekki varað sig við,  sem er jú undarlegt í ljósi þess að Björgvin er viðskiptaráðherra.  Össur segir að Davíð hafi ekki varað við þessu.  Geir aftur á móti segir það rétt að Davíð hafi varað stjórnvöld við í febrúar.  Það fær mig til að hugsa um hverjir Davíð og Geir telji stjórnvöld hér á landi.  Kanski eru það bara þeir tveir...?   Hver segir satt og hver ekki..?  Er ekki tími til kominn að það verði boðað til kosninga og stjórnmálamenn og aðrir embættismenn gerðir ábyrgir sinna gjörða ???  Að minnsta kosti virðist vera að þeir heyri ekki allir það sama !

Íslendingar í hnotskurn?

Lítil dæmisaga.

Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi.  Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom.  Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.

Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári.  Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið.

Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7 menn róa en einn stýra.  Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu.  Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktur íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.

Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru.  Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar.  Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann voru nú hafði fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður.  Að auki var áramaðurinn "motiveraður" samkvæmt meginreglunni:  "Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".

Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti.

Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi stóran bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.

Fjármál - aulafyndni

Eftir allar umræður um fjármál sem hafa verið uppá síðkastið má ég til með að setja hérna nokkrar skilgreiningar um féGrin

Að bera fé: Afklæða kind
Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap
Áhættufé: Fífldjarfar sauðkindur
Eigið fé: Kindur sem maður á sjálfur
Fégirnd: Afbrigðileg kynhneygð (Að girnast sauðfé)
Fégræðgi: Að vera einstaklega sólginn í sauðaket
Féhirðir: Smali
Félag: Lag sem samið er um sauðfé
Félagi: Sá sem leggur lag sitt við sauðfé
Félegur: Eins og sauður
Féleysi: Þegar skorið hefur verið niður vegna riðuveiki
Fjárdráttur: Samræði við kind
Fjárhagur: Einhver sem er afar laginn við sauðfé
Fjárhirslur: Geymslur fyrir sauðfé
Fjárlög: Mörg lög sem samin eru um sauðfé
Fjármagn: Þegar margar ær koma saman
Fjármál: Tungumál sauðkinda/jarm -Tóndæmi
Fjármálaráðherra: Yfirsmali
Fjármunir: Lausamunir í eigu sauðkinda
Fjárnám: Skóli fyrir kindur
Fjárplógsstarfsemi: Jarðyrkja þar sem sauðfé er beytt fyrir plóg
Fjársöfnun: Smalamennska
Fjárútlát: Þegar ærnar eru settar út á vorin
Fjárvarsla: Það að geyma kindur
Fjárveitingar: Þegar boðið er upp á sauðket í matarboðum
Fjáröflun: Smalamennska


Fundið fé: Kindur sem búið er að smala
Glatað fé: Fé sem ekki hefur komið aftur af fjalli
Grímsá: Kind í eigu Gríms
Handbært fé frá rekstri: Kindur sem menn hafa gefist upp á að reka og ákveðið að bera á höndum sér
Hlutafé: Súpukjöt
Langá: Einstaklega löng kind
Lausafé: Kindur sem eru lausar á afréttinum
Norðurá: Kind að norðan
Op
inbert fé: Fé í eigu ríkisins
Sauðburður: Þegar handbært fé er borið að á milli staða
Sparifé: Kindur sem ekki eru notaðar hversdags
Stofnfé: Fyrstu kindurnar sem maður eignast
Tryggingafé: Öruggt sauðfé
Veltufé: Afvelta kindur
Þjórfé: Drykkfelldar ær
Þverá: Þrjósk kind

LoL


Hollusta? Tilbreyting frá krepputali

Það er sagt að maður eigi að borða eitt epli daglega útaf járninu og einn
banana  til að fá kalíum.  Líka eina appelsínu, útaf c-vítamíninu og einn bolla af grænu te án sykurs, til að forðast  sykursýki.  Svo má ekki gleyma lýsinu sem er náttúrulega allra meina bót.
Drekka tvo lítra af vatni alla daga (Já, og síðan að pissa því, sem tekur
tvöfaldan tímann sem það tók að drekka það).  Á hverjum degi borða jógúrt og eitt skot af   LGG út af gerlunum sem enginn skilur hvað gera, en ef þú færð ekki eina og hálfa milljón á dag mun það hafa skelfilegar heilsufarslegar afleiðingar.

Daglega  taka inn eina aspirín til að koma í veg fyrir hjartaáfall, og drekka eitt rauðvínsglas í sama tilgangi.  Og annað hvítt fyrir taugakerfið.  Og einn bjór,  sem ég man ekki hvaða gagn á að gera.  Ef þú færð þér þetta allt í einu, skaltu gæta þess að eiga einn Red Bull í ísskápnum til að drekka  daginn eftir,  nema  náttúrulega ef þú ert þá búinn að fá heilablóðfall. Ef það gerist, muntu ekki taka eftir því.

Daglega borða trefjar. Mikið, mjög mikið af trefjum. Þar til þú kúkar heilli peysu.  Það á að borða fjórar til sex máltíðir  á dag, hollar, fitulitlar máltíðir og ekki gleyma að tyggja hvern  munnbita hundrað sinnum.  Með smá útreikningi er  ljóst að það tekur þig um fimm  klukkustundir á dag að borða.  Ó, og  síðan  má ekki gleyma að bursta tennurnar eftir hverja máltíð.
Á eftir jógúrtinu og  trefjunum, tannbursta; á eftir eplinu, tannbursta; á eftir banananum, tannbursta... Og á meðan þú ert á annað borð með tennur máttu ekki gleyma tannþræðinum og munnskolinu með tilheyrandi gurgli.  Best að stækka baðherbergið og setja þar inn hljómflutningstækin þín,  því þar áttu eftir að dvelja drjúgan tíma: vatnsþambið, trefjarnar, tennurnar...
Síðan á að sofa í átta stundir og vinna aðrar átta plús þessar fimm sem fara í að borða. Þetta gerir  tuttugu og eina klukkustund.  Þá áttu þrjár stundir eftir, það er að segja ef ekkert sérstakt kemur uppá þann daginn. 


Samkvæmt könnunum eyðum við þremur stundum daglega í sjónvarp !  og ekki gleyma tölvunum!!!    En þú hefur engan tíma í svoleiðis, því daglega áttu að fá þér a.m.k. hálftíma göngutúr  (Ég tala af reynslu: Snúðu við eftir 15 mínútur, því annars verður hálftíminn að klukkustund).

Síðan verður að huga að vinunum því þeir eru eins og blóm: það þarf að vökva þau daglega. Líka þegar þú ferð í frí. Það er að segja ef þú ferð í frí.


Síðan þarf að vera vel upplýstur. Lesa að minnsta kosti tvö dagblöð og eina grein í tímariti til að bera upplýsingarnar saman.

Ahh! Síðan er það kynlífið. Kynlíf daglega og þar að auki á það að vera frumlegt og skapandi .  Þetta tekur sinn tíma!!!  Að maður tali nú ekki um tantra kynlíf!!!


Að öllu framansögðu  vil ég minna þig á: Það á að tannbursta sig eftir hverja máltíð. Það þarf líka að skúra, þurrka af, þvo þvott, fara í sturtu og vaska upp og áttu kannski hund að auki eða hamstur? Börn?!

Nú reiknast mér til að þetta kalli á um 30 stundir á dag. Eina lausnin á þessum vanda,  er að framkvæma eitthvað af þessum atriðum í einu. Til dæmis: Þú ferð í kalda sturtu með opinn munninn og drekkur þannig lítrana tvo af vatni.  Þegar þú gengur út úr baðherberginu með tannburstann í munninum nýturðu um leið ásta (tantrískt) standandi með makanum þínum, sem um leið horfir á sjónvarpið og segir þér frá á meðan þú burstar tennurnar.  Var ein hendi laus?


Hringdu í vinina!!! Og foreldrana!!!  Fáðu þér rauðvín (eftir spjallið við foreldrana muntu þurfa á því að halda) eplið getur makinn þinn matað þig á á meðan þú borðar bananann með jógúrtinu. Úffffff!   En ef þú átt tvær mínútur eftir, gerðu copy og paste á þetta og sendu á vinina (sem þú þarft að vökva eins og blóm)  um leið og þú tekur inn eitt hvítlaukshylki  sem er svo gott fyrir...


En nú verð ég að hætta því eftir jógúrtið, appelsínuna, bananann, bjórinn,
fyrri  vatnslítrann, þriðju máltíðina með trefjum, hef ég ekki hugmynd um
það hvað ég er að gera og þarf nauðsynlega að komast á klósettið.
Aha, ég ætla að nýta tímann og kippa tannburstanum með mér.

Ef ég er skrifa þetta hér í annað sinn, er það vegna þess að þrátt fyrir að fylgja öllum þessum ráðum  er ég samt komin með alzheimer Frown


Hvað er verðgildið í dag?

Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs segir í grein í Morgunblaðinu í dag að skuldir þriggja stærstu félaganna sem honum tengjast, Baugs, Stoða og Landic Property, nemi 900 milljörðum króna. Eignir á móti hafi um mitt þetta ár numið um 1200 milljörðum króna. En hvers virði eru þær eignir í dag? eru þetta kanski bara pappírseignir sem misst hafa verðgildi sitt?

Höfum við efni á að bíða lengur???

Núna eru stjórnarliðar allt í einu bjartsýnir aftur um lausn mála um ábyrgðir, lán og icesave málið. Það er ekki í fyrsta skiptið þennan síðasta mánuð sem þeir segja að lausnin sé skammt undan ... eða "eru bjartsýnir um lausn" Er þetta ekki enn ein hagræðing sannleikans til að róa okkur sauðsvartan almúgann og tefja fyrir óumflýanlegum kosningum? Því miður er ég hrædd um að svo sé. Hversu lengi getum við beðið með kosningar? Það er ekki hægt að bíða mikið lengur, hver dagur skiptir máli. Því finnst mér tími til kominn að ríkisstjórnin sýni raunverulega ábyrgð og boði til kosninga, ekki bara setji fram nýjan stjórnarsáttmála. Við getum ekki beðið lengur !

Ja hérna !

Hélt Jón Ásgeir að hann gæti komið inn með nýja kennitölu, "keypt" fyrir 1500 milljónir og enginn myndi vilja vita hvaðan peningarnir komu? Þrátt fyrir bankaleynd hér á landi þá er upplýsingaskylda líka hér. Ég er ansi hrædd um að ef ég hefði stofnað ehf fyrirtæki (þar sem hluthafar bera enga ábyrgð og geta bara tapað þeim hlut sem þeir leggja fram) að skattayfirvöld myndu forvitnast um hvaðan fjármagnið kæmi. Er Jón Ásgeir eitthvað undanþeginn upplýsingaskyldu ? Finnst einhverjum skrítið eftir allt sem undan er á gengið að viðskiptanefnd fái betri upplýsingar um fjármagn en þeir hafa fengið hingað til? Sjálfri finnst mér það sjálfsagt og myndi í Jóns sporum fagna því að geta gefið upplýsingar núna .... eða hvað? Er þetta kanski bara enn ein spilaborgin?

Hefði mátt spara meira og / eða á öðrum sviðum?

Stórfelldur niðurskurður ..... þróunarhjálp og varnarmál ... smá í sendiráðum fyrir utan það sem bætist við ... hefði kanski mátt skera niður á fleiri stöðum og það markvissara  ?

"bara" 25 milljónir???????????

Það er hægt að gera ýmislegt fyrir 25 milljónir, td athuga hvort einhver önnur natóþjóð, sem EKKI hefur lýst því yfir að við séum hryðjuverkaríki, sé reiðubúin til að taka þessa æfingu þar sem við ekki er hægt að sjá heila brú í því að bretar séu að koma hingað með herþotur í æfingaskyni, vill bretinn kanski líka vera með varnarheræfingu fyrir osama bin laden, yfirlýstan hryðjuverkamann?  Hvers vegna vilja þeir þá koma hingað til Íslands eftir að hafa líst yfir að við séum hryðjuverkaríki? ... Síðast í gær sagði gordon brown það um okkur ! Það virðist vera ansi mikið að hjá ráðherrum Íslands.....


Hversu fljót verðum við að gleyma núna?

Við Íslendingar erum svo fljót að gleyma. Formaður VR stólar á það, strikar yfir skuldir og reynir að réttlæta það gagnvart VR fólki, heldur vinnustaðafundi og síðan á að gleyma þessu eins og hann veit að við gerum venjulega. Hið eina rétta væri að boða til kosninga strax á nýrri stjórn.
Þá er skondið með bankastýru Nýja Glitnis,.... það "gleymist" að greiða út af reikningi fyrirtækis hennar dágóða upphæð. Skýring:hún "gleymdi" þessari greiðslu og að fara yfir bankareikninginn sinn. Trúverðugur bankastjóri! Hversu fljót verðum við að gleyma þessu og öllu öðru sem er að gerast hér?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband