Fokið í flest skjól .....

Það virðist sem nú sé fokið í flest skjól fyrir dabba og geir þegar ungliðahreyfing þeirra vill stjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins burt.  En kanski segja þeir bara ..." þetta lýsir ekki vilja Heimdellinga heldur einungis fárra innan þeirra raða"  líkt og þeir, svo og nokkrir samráðherrar geirs hafa líst yfir svo oft áður þegar aðrir eru annarar skoðunar en þeir/þau.  Það sem ekki hentar þeim lýsir bara vilja örfárra einstaklinga.
mbl.is Heimdallur: Stjórn SÍ og FME segi af sér án tafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti það verið rétt?

Miðað við að við erum enn að fá fréttir af nýjum málum og mönnum sem tengjast inn í stjórnarflokka gæti það ekki verið rétt hjá Ögmundi? og hversu mikið á eftir að koma upp á yfirborðið?
mbl.is Stóðu vakt fyrir fjármálaöflin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg forföll?

Ætli þetta séu eðlileg forföll eða leið Davíðs til að tefja málin ? Það er ekki nema von að sú spurning vakni hjá fólki þegar stjórnvöld tala um mikilvægi þess að allt gangi hratt og örugglega fyrir sig en allar þessar tafir hafa verið undanfarið..... kanski ætti viðskiptanefnd að fara til hans.... nema auðvitað að um eðlileg forföll sé að ræða
mbl.is Davíð frestar komu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er grafið undan virðingu allra Íslendinga !

Það grefur undan virðingu allra Íslendinga að ekki skulið verið búið að koma af stað sjálfstæðri rannsóknarnefnd, ekki bara alþingis. Svo má ekkert fréttast af spillingunni, sbr að Nýi Glitnir, undir stjórn Birnu Einarsdóttur, er búinn að kæra Agnesi Bragadóttur til fjármálaeftirlitisins fyrir að ljóstra upp um óeðlilegar lánafyrirgreiðslu Gamla Glitnis í haust.
Er ætlunin að þegja allt í hel eina ferðina enn ? Má ekki láta almenning fylgjast með hvað er að gerast í þessum málum? Hvers vegna er Sigurður Einarsson að reyna að kaupa Kaupþing í Lúxembúrg? Eða er það kanski ekki rétt? Á bara að moka yfir skítinn þar eins og annars staðar? Á bara að leyfa yfirmönnum gömlu bankanna að stjórna áfram? Eða er það eintómur misskilningur að þessir 3 bankastjórar nýju bankanna séu gamlir starfsmenn og yfirmenn þar? Hvers vegna ekki að kanna ofan í kjölinn hvort það hafi verið um "mistök" að ræða þegar allir þessir kaupaukabónusar voru greiddir út til fyrrverandi bankastjóra? Eru ríkisstjórnarmenn of nátengdir þessum málum eða aðilum til að við getum búist við réttlátri rannsókn?
Er ekki rétt að eftir því sem lengri tími líður því erfiðara verður að finna og sanna ";mistök" ? Eða er það kanski ætlunin með þessari bið að láta þetta fara eins og fór með olíuverðssamráðið á sínum tíma, þar sem tengsl voru milli ráðherra og framkvæmdarstjóra eins olíufélagsins að láta of langan tíma líða þannig að þetta verði allt fyrnt???

Ég bara spyr................

Frétt frá Vísi í dag:
Það grefur undan virðingu Alþingis að vera ekki búið að koma frá sér lögum um sjálfstæða rannsóknarnefnd sem getur starfað á vegum þingsins og rannsakað hvað fór aflaga í aðdraganda bankahrunsins. Þetta sagði Árni Páll í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Árni Páll sagði að virðing Alþingis væri háð því að þetta mál kæmist í farveg. Á meðan gangi um sögur sem hafi áhrif á tiltrú fólks, bæði i viðskiptalífi og í stjórnmálalífi. Árni Páll sagði að málið væri búið að liggja of lengi á borði formanna flokkanna. Þingmenn yrðu að skynja ábyrgð í þessu máli og veita framkvæmdarvaldinu aðhald. Dómsmálaráðherra hefur þegar mælt fyrir frumvarpi um sérstakan saksóknara, sem ætlað er að rannsaka mál sem kunna að vera saknæm. Árni Páll varaði við þeirri hugmynd að þetta tiltekna embætti myndi leysa allan vanda og gefa fullkomna yfirsýn yfir allt það sem aflaga hafi farið. Þingið yrði að afgreiða lög um sjálfstæða rannsóknarnefnd.


Jón eða séra Jón?

Eru þeir sem grunaðir eru um afbrot ekki látnir sæta gæsluvarðhaldi?  Er maðurinn kanski ekki grunaður um þessi afbrot lengur?  Ef þetta var frumhlaup hjá efnahagsbrotadeild lögreglunnar því ekki að skýra frá því?  Var þetta bara æsifréttablaðamennska hjá öllum dagblöðum í dag?  Eða hefur þetta eitthvað með að gera að vera af réttum ættum og í réttum flokki?

Úr fréttum Vísis (Morgunblaðið var ekki með þessa frétt lengur inni...)

Héraðsdómur hafnaði kröfu Ríkislögreglustjóra um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Friðjóni Þórðarsyni forstöðumanni hjá verðbréfamiðlun Virðingar. Friðjón var handtekinn í fyrradag vegna gruns um stófelld auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti. Samkvæmt heimildum frá Ríkislögreglustjóra þótti dómaranum ekki nægjanlega sýnt fram á grun um brot að svo stöddu. Málið verður þó rannsakað áfram.

Rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á málefnum Friðjóns hófst eftir að ábendingar bárust um að almennur starfsmaður Orkuveitunnar, sem vinnur við eftirlit og umsjón með götuljósum, velti fleiri hundruð milljónum króna í gegn um bankareikninga sína.Í einhverjum tilfellum munu innistæður á bankareikningum borgarstarfsmannsins hafa verið rétt tæplega einn milljarður króna.Eftir að efnhagsbrotadeildin hóf rannsókn kom í ljós að maðurinn og félag tengt honum hafði fengið nokkur lán í Kauþingi aðeins til eins dags í senn til þess eiga umfangsmikil gjaldeyrisviðskipti. Grunur leikur á að þessi viðskipti hafi flest öll verið tengd Friðjóni.

Friðjón er forstöðumaður verðbréfamiðlunar hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu og sem slíkur hafði hann oft á tíðum upplýsingur um með hvaða hætti skjólstæðingar Virðingar hugðist eiga gjaldeyrisviðskipti. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á að Friðjón, sem ekki var heimilt að eiga nein viðskipti af þessu tagi, hafi nýtt sér þessar upplýsingar úr starfi sínu til að eiga slík viðskipti og notað nafn og reikninga borgarstarfsmannsins.

 

Hræðsluáróður eina ferðin enn !

Hræðsluáróður bláu handarinnar á sér engin takmörk. Alltaf á kosningadaginn hér á árum áður, þegar sjálfstæðisflokkur var einráður um Morgunblaðið brást það ekki að einhver frétt var þar um að sést hefði til rússanna sveima yfir Íslandi. Nú byrjar Geir með enn einn hræðsluáróðurinn. Við getum ekki kosið vegna alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Allt er reynt til að halda í stólana.
Ótrúlegt, en þó ekki, hvað ríkisstjórnin ætlar að sitja í trássi við landsmenn. Ingibjörg Sólrún fullyrti á fundinum í gær að hann endurspeglaði ekki vilja þjóðarinnar heldur bara lítið brot hennar, þrátt fyrir að skoðanakannanir segja að yfir 70% þjóðarinnar vilji kosningar. Geir er sömu skoðunar að sjálfsögðu. Allt fyrir stólana.
Eftirlaunafrumvarpið er komið í gegn ... Stjórnin gefur sko ekki eftir það sem þeir “eiga” inni, skítt með sauðsvartan almúgann, held það sé í lagi að hann fái andskotans smáaura miðið við ráðherra og alþingismenn. Hendum smá plástri á sárin hjá þeim með því að minnka eftirlaunakjörin í framtíðinni, við höldum sko því sem við getum, fólk hefur svosem gleymt hingað til, við getum farið að eins og við viljum.
Tímarnir hafa breyst, við gleymum ekki svo glatt í dag !


Nýja jólalagið

Bjart nú ómar betl um heim,
blikar jólastjarna,
stjarnan mín og stjarnan þín,
stjarnan allra barna.
Var hún áður víkingum
vegaljósið skæra.
Banki í jörðu barinn var,
banki landsins kæra.

Víða hafa víkingar
vélað margar þjóðir.
Eftir standa alls staðar
auralausir sjóðir.
Birtu þeirra baðast í
börn og afkomendur.
Sínu landi sökktu í
sjálfshyggjunnar hendur.

Banka greifum gáfu þeir,
borga skal nú landinn.
Útrás verður aldrei meir,
útför krónu er vandinn.
Seðlabanka svart er grín,
sindrar skuldastjarna.
Skuldin mín og skuldin þín,
skuldin okkar barna.

(lag bjart er yfir Betlehem - fékk þetta líka sent :))

 

Útrásarvíkingar,bankamenn og fleiri

Ég fékk þessar vísur sendar og mátti til með að deila þeim :) 

ÚTRÁSARVÍKINGARNIR
Við býsna mikið berumst á,
til Bretlands erum farnir.
Í Danmörku flest keyptum, já
við útrásarvíkingarnir.
Við kaupum og seljum út um allt
og græðum meira en hundraðfalt.
Svo græðum við barasta meir og meir
já við Björgólfur, Hannes og Jón Ásgeir.

Við kaupa það sem finnum falt
í flestum skúmaskotum.
Og fljúgum síðan út um allt
á nýjum einkaþotum.
Og enginn spyr okkur ekkert um,
með alla pressuna í vasanum.
Svo græðum við barasta meir og meir
já við Björgólfur, Hannes og Jón Ásgeir.

BANKAMENNIRNIR
Við digrum samning erum á,
svo endalaust við græðum.
Í sjóði landsins nú skal ná
með nýjum hagnaðarfræðum.
Og til að halda okkur gangandi
við ruplum suður á Bretlandi.
Já, það er nú meira, hvað karlinn er klár,
já við Sigurjón, Welding og Heiðar Már.

Við veiðum stundum lax með lús
og leigjum þyrlur allir.
Við byggjum okkur lúxushús
og ljúfar sumarhallir.
Og ökum um á Roverum
og partý með útlendum söngvurum.
Já við erum alls engin meðalgrein flón,
já við Heiðar Már, Welding og Sigurjón.

ÞJÓÐIN (lag: dvel ég í draumahöll úr Dýrunum í Hálsaskógi)
Dvel ég í draumaheim
og dýrka víkingana.
Sólarferðir, borga-geim...
og skíðaferðir plana.
Flatskjár, raðhús, freyðivín,
fellihýsi og sleði.
Svona líður ævi mín
í kaupæði og gleði.

DABBI (lag: Rebbavísur úr Dýrunum í Hálsaskógi)
Hér mætir Dabbi, sjá
með alvæpni ó-já.
Með stýrivexti og verðbólgu
og vaxtahækkun, vá.
Í Svörtuloftum er
og stjórna öllu hér.
Hið litla, montna Glitnis-grey
nú mætti gá að sér.
Ég kalla: "Gagg með kló í Baugsins-skinni,
þá kveð ég, þér ég næ að þessu sinni.
Þó að það kosti kannski hér
að við steytum upp á sker,
þá tek ég bara allt heila klabbið
í hafdjúpið með mér – HA HA HA HA"

JÓHANNA (Kardimommubærinn, lagið hennar Soffíu frænku)
Ja fussum svei, ja fussum svei.
Mig furðar þetta rót.
Í hverju skoti skúm og ryk
og skran og rusl og dót.
Og skuldasúpa út um allt,
en eignir engar finn.
Víkingarnir flugu út
og hirtu afganginn.

Já ástandið er ansi svart,
já allt sem moldarflag.
Og kraftaverk nú þyrfti til
að koma öllu í lag.
Ég hækka bætur, hirði upp drasl
og hreinsa skítinn hér.
Já, núna loksins kom að því.
Minn tími kominn er.

ÚTRÁSARVÍKINGAR OG BANKAMENN (Hvar er húfan mín úr Kardimommubænum)
Hvar er bankinn minn?
Hvar er kaupaukinn?
Hvar er stóri feiti kaupréttarsamningurinn?
Hvar er flugrisinn?
Og hvar er Baugurinn?
Sérðu markað fyrir hlutabréfaviðskiptin?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Sérðu gjaldeyri?
Sérðu markaði?
Eða síbrosandi stóráhættufjárfesti?
Sérðu þotuna?
Eða jeppana?
Sérðu fylgispöku faguryrtu þjóðina?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Sérðu Illuga?
stuttbuxnastrákana?
Hvar er Bjarni Ben og menntamálaráðherra?
Hvar er Guðni minn?
og öll Samfylkingin?
Hvar er Björgvin, hvar er Solla, hver er forsetinn?
Ég er viss um að þau voru með í gær.
Já, ég er viss um að þau voru með í gær.

Höfundur: Kalli.

Góð spurning ...

Þennan fékk ég sendann í tölvupósti og mátti til með að deila honum !!!

Spurning:
Af hverju er ekki ennþá búið að gefa út frímerki með mynd af Davíð Oddssyni ???????????????????????????????

Svar:

Vegna þess að þá myndu Sjálfsstæðismenn ekki vita hvora hliðina þeir ættu að sleikja!!!!


Til helv... með sauðsvartan almúgann ... eða er eitthvað hægt að gera?

Það má sko ekki hreyfa við vísitölutryggingu lána hjá almenningi, það segja stjórnmálamenn, bankamenn, verkalýðsfélög og atvinnurekendur. Allir sammála því að það komi til með að setja lífeyrissjóðina, bankana svo og íbúðalánasjóð á hausinn. Á sama tíma kemur í fréttum að viðskiptaráð telur vert að skoða möguleikann á því að beita alhliða niðurfærslu skulda hjá fyrirtækjum, fremur en að meta hvert tilfelli fyrir sig. Það verður vafalítið samþykkt af öllum. Að sjálfsögðu á að gera fyrirtækjum kleift að starfa áfram og eitthvað þarf að gera til að svo sé hægt. Ef hægt er að beita alhliða niðurfærslu skulda hjá fyrirtækjum væri ekki möguleiki að breyta verðtryggingaákvæði lánanna hjá almenningi, amk íbúðalánanna, þannig að allir geta við unað? ... hvernig væri að miða við 5-8 % verðbólgu á ári, það myndi samt þýða 10-15 % ársvexti í raun, en kanski gera fólki kleift að borga áfram af húseignum næstu árin svo og hafa í sig og á þannig það fólk sem ekki hefur gefist upp og flúið land, verði ekki óstarfhæft sökum hungurs og / eða þunglyndis til að vinna fyrir þau fyrirtæki sem fá niðurfærslu skulda.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband