Ja hérna Sigurður,

og það trúa þér náttúrulega allir, heldurðu það ekki?  Gætir haft rétt fyrir þér, en fyrst fyrrverandi stjórn var með sömu áhyggjur þá er ekki ólíklegt að Tony Presley sé að segja satt.  Að minnsta kosti miðað við allar yfirlýsingar og peningastreymi fré þér til útlanda held ég að ég trúi ekki orði sem þú segir og er hissa ef einhver trúir einhverju sem þú segir, svona yfir höfuð.

En hvað um það, amk virðist vera ástæða til að ætla að Tony segi rétt frá núna, Kaupþingsmenn blautir bak við eyrun, ekki með viðskiptavit, jú virðist nokkuð rétt.  Nema að það teljist viðskiptavit að eingöngu ná í fullt fullt af peningum fyrir sjálfa sig og nokkra útvalda og skilja aðra eftir með sárt enni?


mbl.is Vísar ásökunum Shearers á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Nákvæmlega. Sigurði verður ekki trúað fyrr en frís í helvíti.

Margrét Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 19:28

2 Smámynd: Offari

Það hefur aldrei neitt verið á marka þá sem vöruðu við bankahruninu. Og jafnvel þótt bankahrunið hafi komið eru þeir samt ekki marktækir, Bara einhverjir vinstri sinnaðir bullarar eða sármóðgaðir auðmansandstæðingar.

Offari, 3.2.2009 kl. 19:40

3 identicon

Já hann er gjörsamlega veruleikafirrtur. Að halda svona áfram þessari "deny everything" stefnu jafnvel þó að allt sé hrunið og enginn trúi þér er algjörlega ótrúlegt. Þetta sýnir bara að hann og hans líkar eru gjörsamlega samviskulausir....

valdi (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband