Bjarga þeim og fá kvótann til baka ?

Áður en hágengistefna ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kom til var stjórnunartæki Seðlabankans fyrir sjávarútveginn gengisfelling. Krónan var felld fiskurinn seldist og þeir gátu haldið áfram. Almenningur hins vegar vaknaði oft upp við vondan draum, spariféð brunnið upp eina ferðina enn. Þetta var fyrir tíð verðtryggðra sparireikninga.
Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók sig til pg útbjó kvótakerfið. Það ól af sér kvótakónga sem stórgræddu á öllu saman. Þeir flestir einkavinir ríkisstjórnarinnar eða þá innan hennar eins og Halldór Ásgrímsson fyrrv.formaður Framsóknarflokksins.
Þessir kvótakóngar eru búnir að koma peningunum annað í flestum tilfellum ef ekki öllum.
Nú verður trúlega að koma sjávarútveginum til bjargar eins og bönkunum, ekki á ég von á að kvótakóngarnir borgi neitt til baka. Ef svo verður er það ekki lágmarkskrafa að færa kvótann aftur í þjóðareign?
mbl.is Alvarleg staða sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband