Og spillingin heldur áfram í Framsóknarflokknum

Björn Ingi Hrafnsson fékk meðan hann var aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar þáverandi forsætisráðherra 60 milljóna króna kúlulán árið 2005 hjá KB banka til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann seldi stuttu síðar og hafði litlar 20 milljónir uppúr krafsinu. (samkv.DV)

Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknarflokksins er orðaður við fjárhættuspil sem er ólöglegt hér á landi. (samkv.DV)

Halldór Ásgrímsson kvótakóngur og fyrrv.forsætisráðherra vildi endilega fá fiskveiðkvóta í gegn á alþingi. Kvótakóngarnir eru búnir að braska með kvótann, hirða milljarða út úr þessu fyrirkomulagi og segja síðan útgerðina skulda svo mikið að þeir þurfi aðstoð ríkisins.

Hvað ætli mörg önnur dæmi eigi eftir að koma upp á yfirborðið á næstunni? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Og allt í einu urðu til peningar sem ekki voru til áður, Og svo urðum við allt í einu skítblönk og enginn veit hvað varð um peningana sem allt í einu urðu til.  Er ekki bara hægt að galdra fram aftur svona peninga til að borga skuldirnar?

Offari, 30.1.2009 kl. 11:06

2 Smámynd: Sigurbjörg

Viss um að kvótakóngarnir gætu það ef þeir vildu !

Sigurbjörg, 30.1.2009 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband