Sjálfstæðisflokkurinn,Framsókn, Samfylkingin,

allir eru þeir sammála um að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu, þrátt fyrir viðvaranir frá mönnum, sem nú er vitað að vöruðu ríkisstjórnina sem þá sat, þe Sjálfstæðisflokks og Framsólknarflokks fyrir hruninu 1990 svo og núverandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar töluvert fyrir hrunið.  Þá eru margir erlendir hagfræðingar búnir að spá Evrunni slæmu gengi jafnvel hruni á árunum 2011 - 2013. 

Væri það ekki týpískt fyrir Íslendinga að ganga í Esb svona rétt fyrir hrunið? 

Hvað með fiskveiðistefnu og auðlindastefnu Esb ? Er fólk bara að hugsa um annars vegar tollalækkanir og hins vegar þessa styrki sem voru þegar allt var í lagi innan Esb ?  Hvað eftir efnahagslegt hrun þjóða innan Esb verður þá svo margt í boði og þá sérstaklega fyrir þjóð sem verður með 0,82% atkvæðarétt? 

Hvernig verður með spillinguna sem hefur viðgengist, þessir 3 flokkar eru nú í kosningaham hver á eftir öðrum og allir með svipuð slagorð og ætlar fólk að trúa þeim eina ferðina enn?  Vonandi ekki. Ef sama fólk verður þarna verður trúlega nákvæmlega það sama uppá teningnum og hefur verið í þróun síðustu áratugi þessara 3ja flokka.


mbl.is Skúli Helgason: Krafa um breytingar á rétt á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband