Nógar upplýsingar sem þeir selja nú þegar.

Það er alveg nóg að bankarnir hafi upplýsingar um einstaklinga.  Það þarf ekki fyrirtæki eins og Lánstraust til að hagnast á frekari upplýsingum um okkur.  Hvort ég borga á gjalddaga eða eindaga kemur engum við, nema þá mér og viðkomandi lánastofnun.  Ef ég borga ekki fyrr en of seint einn mánuð hvað kemur það öðrum við nema mér og viðkomandi stofnun? Yrði ég ekki að greiða dráttarvexti sem viðkomandi myndi hvort sem er hagnast á? 

Lánstraust selur nú þegar upplýsingar um einstaklinga sem lenda  í vanskilum og er óskiljanlegt að það hafi ekki verið bannað fyrir löngu.


mbl.is Lánstrausti hafnað í þriðja sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fyrirkomulag tíðkast í Svíþjóð. Bankarnir sem lánardrottnar eru mjög ánægðir með það. Þetta eru sjálfstæð rekin fyrirtæki sem voru stofnuð að undirlægi bankanna, (enginn af þeim myndi kannast viðþað.)  Þetta er eitt aðal verkfæri hjá bönkunum.  Semsagt þú getur kannski fengið lán þótt þú sért á listanum en á hærri vöxtum.: þessi listi gengur á milli allra verslana,  húseiganda sem hafa leiguhúsnæði.   Í stuttu máli,  stóri bróðir í Svíþjóð veit allt um þig . Hvar þú verslar, hvað þú hefur í laun. Manni finnst þetta skerðing á mannréttindum, en þetta venst.

Svo sænska mafían á Íslandi er komin á Ísland með þetta.  Þetta lofar ekki góðu.

J.Þ.A (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Sigurbjörg

Mikið rétt.  Reyndar hef ég notað þessa þjónustu Lánstrausts mikið varðandi fyrirtæki, hvort það eigi að leyfa mánaðar reikning, hversu mikið etc.  Þetta er máski tvískinnungsháttur hjá mér en mér finnst þetta líta öðruvísi út gagnvart fyrirtækjum en einstaklingum

Sigurbjörg, 27.12.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband