Og næsta skref er ....?

Einhver hefði haldið að nú væri nóg komið.  Ef til vill er verið að gera þetta til að lægja öldurnar í þjóðfélaginu og Baugsmenn liggja vel við höggi.  En það eru fleiri útrásarmenn en þeir.  Hvernig væri að beina kröftum ykkar LÍKA gegn öðrum aðilum? Fáið erlenda áháða rannsóknaraðila til að fara yfir bankamálin áður en það verður of seint.  Og ef einhverjum hefur dottið í hug að við myndum þagna ef Baugsmenn yrðu ákærðir eina ferðina enn þá eru það mistök.

Því þetta fær okkur ekki til að hætta að mótmæla öðru sem miður hefur farið í þjóðfélaginu. 

Þetta fær ekki raddir okkar til að þagna um vanhæfa menn í Fjármálaeftirlitinu og nýju bönkunum. 

Ekki heldur til þegja vegna hinna útrásarmannanna sem hjálpuðu til að fella bankana.

Þetta fær raddir okkar ekki til að þagna um vanhæfa Seðlabankastjórn og né Seðlabankastjóra.

Þetta fær ekki raddirnar til að þagna um vanhæft fólk í nýju ríkisbönkunum.

Þetta fær raddirnar okkar ekki til að þagna um vanhæfa ríkisstjórn.

 

 


mbl.is Ákært á ný í Baugsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband