Er hann ekki að djóka?

Er hann ekki að djóka ?  Fyrsta sem mér datt í hug.  Heldur hann að við séum búin að gleyma hans hluta í svindlinu? Þó hann hafi verið settur útí kuldann og sé spældur alla tíð síðan er ég hissa á að hann haldi að það sem við .urfum sé enn einn svindlarinn til að opna matvöruverslanir. 

Það eru til fleiri leiðir en að versla við Bónus.  Á Reykjavíkursvæðinu er Fjarðarkaup.  Góð verslun með ágætt vöruverð.  Svo má nefna Samkaupsverslanirnar Netto og Kasko.  Krónan er auglýst sem lágvöruverslun ... frekar dýr sem slík að mínu mati, en vöruúrval gott.  

Einnig eru Þín verslun á Seljabraut og Melabúðin frábærar verslanir að mínu mati.  Jú þær eru kanski dýrari en þá verslar maður bara heldur minni óþarfa.  Einnig hefur Nóatún lækkað, hið besta mál. 

Ég versla ekki í 10-11 eða Hagkaup og hef ekki farið nýlega í Bónus.  10-11 er einfaldlega alltof dýr verslun, Hagkaup er með óhóflega álagningu líka og Bónus hefur hækkað álagningu sína heldur betur.  Það verður maður var við þegar um íslenska vörur er að ræða sem höfðu ekki hækkað frá framleiðanda en hækkaði í Bónus um 43% frá því sem ég keypti hana á 4 september og því sem hún kostaði þegar ég ætlaði að kaupa sömu vöru 24.október.  En það er náttúrulega frjáls álagning hjá kaupmönnum, en þetta fannst mér ansi mikil hækkun.  (159 - 229 krónur). 

Nóg um það, ég hef um margar verslanir að velja og þarf ekki aðra sem minnir á Bónus


mbl.is Hyggst stofna lágvöruverðsverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búinn að gleyma hans hluta í svindlinu, geturðu minnt mig á

Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 20:47

2 Smámynd: Sigurbjörg

Hann meðal annars gaf út falska reikninga fyrir þá ....

Sigurbjörg, 14.12.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband