Ótrúlegar tillögur !

Fyrir nokkru bárust fréttir af niðurskurði í utanríkisþjónustunni.  Smá niðurskurður en ekkert af viti.  Ugglaust þarf að hugsa vel um vini og vandamenn sem búið er að ráða í sendiráðin sem mörg hver mættu missa sín.  En nei, ekki að spara meira þar, spörum í heilbrigðisþjónustunni !

Er síðan næsta skref að vera með sjúkraþjónustu svipaða og í bandaríkunum?  Þessir tekjuhæstu þeir verði þeir einu sem hafi efni á að leita til slíkra stofnana og eftir verður smá aðstaða fyrir alla hina sem fínt er að setja bara á enn lengri biðlista en eru í dag?

Er þetta kanski ein af leiðum þeirra til að losna við kostnaðarsama þjóðfélagsþegna, ellilífeyrisþega, öryrkja og langveikt fólk ?


mbl.is Heilbrigðisstofnanir í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband