Það er ekki í lagi með stjórnvöld

Á krepputímum eiga stjórnvöld að auka atvinnumöguleika, fara í framkvæmdir td.vega- og byggingaframkvæmdir. Við erum með aldeilis skondin stjórnvöld. Ég hef ekki séð neitt nema niðurskurð frá þeim. Núna síðast niðurskurður og uppsagnir hjá RUV. Að sjálfsögðu er í lagi að lækka laun toppanna þar, en er nauðsynlegt að fækka svona mikið starfsfólki?
mbl.is 700 milljóna sparnaður hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú semsagt ekki ein af þessum rúmu 50 þúsund Íslendingum sem skrifuðu undir listann hjá Skjá einum?  Hvernig hélt fólk að RÚV myndi mæta tekjutapinu ef þeir hyrfu alveg af auglýsingamarkaði?

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 15:14

2 identicon

Mér datt nú í hug að þeir myndu kanski fara að framleiða eitthvað af ódýrara efni og hætta að yfirbjóða hinar stöðvarnar um þætti sem þeir þurfa ekki að sýna og reyna að vera soldið frumlegir einu sinni. En hins vegar eins og kemur fram í fréttinni var 740 milljóna halli á síðasta ári svo var ekki niðurskurður nauðsyn hvernig sem auglýsingamarkaðurinn hefði farið? Mér finnst hræðilegt á þessum tímum að fólk missi vinnuna sína en starfsfólk RÚV hefur því miður allt of lengi verið of margt að mínu mati. Það breytir því samt ekki að mér finnst hrikalegt að það þurfi að segja þeim upp núna. En kanski getur RÚV notað tækifærið og skerpt á stefnunni hjá sér og orðið mikið betri stofnun fyrir vikið.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 15:47

3 Smámynd: Sigurbjörg

Ég skil ekki hvernig þú sérð = á milli athugasemdar og undirskriftalista?

Reyndar finnst mér að RÚV eigi að vera amk að hluta til á auglýsingamarkaði, enda vilja auglýsendur ná til þeirra sem horfa mest á RÚV.  Burt séð frá því að ég viol líka nefskattinn burt svo og afnotagjöldin, því ef þú horfir ekki á RÚV til hvers þá að borga afnotagjald?  Og ef fleiri en 2 eru í heimili þá ertu farin með nefskattinum að borga og mikið og einnig ef þú ert ekki með sjónvarp á heimiliunu þarftu samt að borga nefskattinn? FLÆKJUR!!!!!!!!

Vil hafa RÚV eingöngu á fjárlögum + auglýsingar að hluta.

Sigurbjörg, 28.11.2008 kl. 16:15

4 Smámynd: Sigurbjörg

Reyndar átti ég von á einhverju svipuðu og þú Sigurður

Sigurbjörg, 28.11.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband