Hvað er maðurinn að bulla?

Pólitískar hreinsanir hvað? Kjartan lætur þetta hljóma eins og McCarthy hreinsanirnar í Bandaríkjunum. Honum líður kanski eins þar sem hans gamli flokkur er ekki mjög vinsæll meðal þjóðarinnar. En hvaða dramatík er eiginlega í gangi hjá sjálfstæðismönnum þessa dagana?
Auðvitað þarf að uppræta þá spillingu sem hefur viðgengist hér á landi. Og að sjálfsögðu þarf að fá menntaða menn í jafn mikilvægar stöður og stjórn Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankastjóra.
En eru þessi viðbrögð við breytingum eðlileg? Hvers vegna má ekki skipta út fólki? Er eitthvað meira sem gæti komist upp ? Það er kanski ekkert skrítið að þegar kemur ný stjórn sem reynir að uppræta spillingu þá sem tíðkaðist innan gömlu stjórnarinnar að þá gjammi gömlu spillingarseggirnir hæst. Kjartan er ansi stórorður í þessari grein sinni, enda trúlega sár yfir að sjálfstæðismenn eru búnir að missa stjórnina sem þeir höfðu.
mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kjartan ætti að fá sér stærri og sterkari gleraugu, nóg er plássið á nefinu

Stefán (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: Offari

Ég vona bara að Jóhanna verði dugleg að skúra.  Það er kominn tími á nýtt upphaf.

Offari, 6.2.2009 kl. 10:12

3 identicon

er þetta ekki sá sami og "geymir"húsið fyrir ritþjófinn hannes hólmstein

árni aðals (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband