Alltaf eitthvað nýtt

og þegar það er þá kemur það erlendis frá.  Það verður fróðlegt að fá viðbrögð Seðlabankastjóra og stjórnar við þessu.  Svo og viðbrögð Fjármálaeftirlitsins og ég tala nú ekki um viðbrögð ríkisstjórnarinnar.  Hvernig ætli þau verði, eða ætli þau hunsi þessi ummæli eins og önnur? 

Reyndar óvitlaus hugmynd að tengjast annaðhvort norsku eða dönsku krónunni.  Hafði ekki spáð í þá dönsku fyrr, bara USD eða norsku krónuna.


mbl.is Voru í raun án Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver hagfræðingurinn á fætur öðrum segir að ESB sé eina og besta leiðin fyrir Ísland ef við eigum ekki að verða eitthvert haftaríki. Hvaða möguleika sérð þú, einhverja draumamynd um dollar? það hefur nú ekki gefist svo vel fyrir Ekvador sem tók upp dollar einhliða og er í tómum vandræðum í dag vegna gjaldmiðilsins. Eða þú vilt kannski að við höngum á handónýtri  krónu? Ég skil bara ekki fólk sem hefur látið misvitra pólitíkusa snúa sér svona gegn ESB, mönnum sem gera allt til þess að missa ekki völd, sletta smjörklýpum út um allt svo þeir geti haldið áfram að gefa eigur þjóðarinnar til vina og vandamanna. Spáðu í það hverra hagsmuna þú ert að gæta með þessari arfavitlausu hugmynd um dollarinn?

Valsól, 19.1.2009 kl. 23:01

Valsól (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:17

2 Smámynd: Sigurbjörg

Trúlega eru það jafnmargir hagfræðingar sem segja að við eigum ekki að fara þar inn. Enda hvernig ætti það að vera þegar við myndum hafa 0,82% atkvæðarétt? Okkar hagsmuna yrði svo sannarlega ekki gætt þar, þvi miður. Talandi um hagfræðinga, þá eru þó nokkrir hagfræðingar búnir að spá hruni Evrunnar árið 2012.

Annars var ég þarna að minnast á handónýtt lið Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans, og reyndar þessa handónýtu ríkisstjórn en ekki ESB.

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband