Aftur til fortíðar?

Hér fyrir þó nokkuð mörgum árum var töluvert gert af því að keyra grænmeti á haugana, sérstaklega man ég eftir fréttum um tómata.  Engar eða litlar niðurgreiðslur fengust og þeir voru það dýrir að fólk hafði ekki efni á að kaupa mikið af þeim.  Það þótti betri pólitík hjá bændum að henda þeim á haugana en að lækka verð. 

Að vísu er ekki um matvæli að ræða hér en kanski finnst bændum enn þessi tegund pólitíkur góð þeas að henda á haugana.  Væri ekki ráð að reyna frekar að semja um við sveitarfélög að kaupa umfram plönturnar á heldur lægra verði ? Þar gæti verið komin vinna fyrir einhverja þó ekki væri nema smá tíma.   

Nú ef ekki er vilji fyrir því þá er ég viss um að margir myndu vilja losa bændur við þann kostnað sem af hlýst að keyra plönturnar á haugana.  Náttúruverndarsamtök ættu td að sjá sér hag í því og fá sjálfboðaliða til að hjálpa til við gróðursetningu á þeim, ég býð mig hérmeð fram. Þá dettur mér í hug að Pokasjóður gæti keypt einhverjar trjáplöntur og fengið sjálfboðaliða til gróðursetningar.

Eins eru margir einstaklingar sem myndu vilja fá trjáplönturnar til ræktunar. 

Það er til ódýrari leið fyrir ykkur bændur að losna við trjáplönturnar en að keyra þær á haugana.


mbl.is Milljón trjáplöntur á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við verðum að bjarga þessu mikilvæga verkefni. Annað er heimska.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.1.2009 kl. 11:25

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Rétt hjá þér.  Það þarf að "bjarga" þessum plöntum.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.1.2009 kl. 11:27

3 Smámynd: Sigurbjörg

Ég vona svo sannarlega að það verði gert.  Spurningin er hverjir koma til bjargar?

Sigurbjörg, 18.1.2009 kl. 13:27

4 Smámynd: Offari

Við höfum tíma fram á vor til að finna björgunarleiðir.  Ekki má ríkisstjórnin vera að því.

Offari, 18.1.2009 kl. 17:50

5 Smámynd: Sigurbjörg

Mikið rétt, það eina sem þeir hugsa um er flokksþing, sæti á lista fyrir næstu kosningar og svo eru þeir eingöngu í kosningahugleiðingum og semjandi kosningaræður.

Sigurbjörg, 18.1.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband