Ótrúleg mannvonska ríkisstjórnar !

Þvílík skömm og hneisa !  Þvílík mannvonska sem skín í gegn hjá ríkisstjórninni nú þegar ástandið í þjóðfélaginu versnar.  Það eru aðrir hlutir sem má skera niður en í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega þegar blasir við þjóðinni 10% atvinnuleysi. Það má búast við að fleiri verðir þunglyndir en hefur verið og það er ekkert skrítið þegar fólk þarf að horfast í augu við að geta ekki unnið þrátt fyrir vilja og getu til þess.  Það hefur leikið margan manninn og konuna illa.  Einn af fylgikvillum atvinnuleysis er því miður þunglyndi og áfengis- eða vímuefnaneysla.  Og hvernig bregðast stjórnvöld við?

Jú, skera niður einmitt þar svo minnka þarf STÓRLEGA þjónustu við geðdeildir og SÁÁ.

Ég skammast mín fyrir að búa í landi þar sem ríkisstjórn sínir slíka mannvonsku !


mbl.is Uppsagnir á geðdeild FSA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Sammála,nema ég bý ekki á Íslandi og langar ekki til þess en skammast mín fyrir að vera Íslensk.  

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 30.12.2008 kl. 18:57

2 identicon

Allar verstu spár virðast vera að rætast. Darvinskenningin um þróun tegundanna, þ.e. valinu og afkomu hinna sterku tekur við af óheftum frjálshyggjukapítalisma. Vesalingarnir geta étið það sem úti frýs. Gjörið svo vel!

sveinn auðunsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Sigurbjörg

Því miður virðist það vera stefnan Sveinn

Sigurbjörg, 30.12.2008 kl. 22:54

4 Smámynd: Sigurbjörg

skil vel að þig langi ekki að búa hér Brynja, það er ekki sérstaklega gaman.  Væri löngu flutt ef ekki væri vegna fjölskyldunnar.

Sigurbjörg, 2.1.2009 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband