Greyið Jón Ásgeir

Þegar verðbréfamarkaðurinn komst á laggirnar hér á landi minnti það mest á stóran sandkassa þar sem börn leika sér. Í staðinn fyrir börn með skóflu og fötu voru þar komnir menn í jakkafötum sem léku sér mest með fiskinn í sjónum. Bankar og önnur fyrirtæki hafa verið þarna að sjálfsögðu líka.
Spurningin er hvort ekki sé hægt að segja að ríkisstjórn framsóknar og sjálfstæðisflokksins setji þarna línurnar í hruninu sem varð með kvótakerfinu sem leiddi af sér kvótakóngana. Öll einkavæðingin sem kom á eftir olli því að fleiri kóngar urðu til með sín ofurlaun og bónusa, Risa bónusar greiddir út fyrir hagnað sem var að mestu á pappírum að því er virðist.
Bankarnir kappkostuðu að lána peninga til vildarvina, og eftir því sem lánin urðu hærri því meiri veltu var krafist. Afleiðingin, fleiri fyrirtækjakaup og meiri útrás, því veltan hérlendis var engan vegin nægjanleg.
Atvinnurekendur heimtuðu að lífeyrissjóðir almennings fjárfestu í fyrirtækjunum og stjórn lífeyrissjóðanna samþykkti það og bera því sinn hluta ábyrgðarinnar.
Fjármálaeftirlitið, sem á að hafa eftirlit með bönkunum, sá ekkert athugavert við þetta eða amk. gerði ekkert í málunum og má því telja þá bera mjög stóran hluta ábyrgðarinnar, jafnvel þann stærsta. Jafnvel eftir að allt hrynur gera þeir ekkert þegar millifærslur fyrir 100 milljarða eru sendar úr landi til "vildarvina".
Allir þessir kappar sem högnuðust ótæpilega á kvótakerfinu, einkavæðingu banka og ríkisfyrirtækja annarra og notuð það fé til að fara í útrás bera sinn part af ábyrgðinni.
Jón Ásgeir er einn af þeim sem ber ábyrgð en ekki sá eini. Hann verður að taka því að við séum ekki sátt við hann.
Ríkisstjórnin núverandi og fyrrverandi ber ábyrgð á þessu,
Einkareknu bankarnir svo og Seðlabankinn bera ábyrgð á þessu.
En mesta ábyrgð hlýtur Fjármálaeftirlitið að bera.
mbl.is Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, ég vildi bara benda þér á að lífeyrissjóðir hafa lagalega skyldu til að fjárfesta ákveðnum hluta eigna sinna í innlendum hlutabréfum.  Þar sem bankar voru um tíma 70% af vísitölunni var það því óhjákvæmilegt að lífeyrissjóðir ættu hlut í bönkunum.  Ábyrgð lífeyrissjóðanna er þannig mjög takmörkuð ef þá einhver.

Blahh (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Sigurbjörg

Mikið rétt, en það verður líka að taka mið að því hverjir komu því í gegn

Sigurbjörg, 29.12.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband