Jólagjafir ríkisstjórnarinnar

Okkur bárust nokkrar jólagjafir frá ríkisstjórninni:

1. Þið sem þurfið á heilbrigðisþjónustu að halda getið borgað eða bara dáið drottni ykkar.  Nema að þið séuð í hópi auðmanna þá hafið þið efni á að borga.


2. Börn og unglingar og þið hin sem ætlið að mennta ykkur. Við ætlum að hverfa til gamla góða tímans þegar þeir einu sem höfðu ráð á að mennta börnin sín voru stóreignamenn.


3. Eldri borgarar og öryrkjar, þið hafið svo sannarlega ekkert að gera við allan þann háa lífeyri sem þið fáið.  Setjist bara uppá ættingja eða Hjálpræðisherinn.


4. Aðrir borgarar, atvinnulausir eða vinnandi, við hækkum skattana ykkar til að borga skuldsetningu þjóðarinnar.


5. Þau bæjarfélög sem ekki hafa enn hækkað þjónustu sína munu gera það hið fyrsta, ykkur til mikillar ánægju.


6. Við, ásamt bönkum og lífeyrissjóðum, gleðjum ykkur með því að afnema ekki verðtryggingu lána.


7. Við reynum í lengstu lög að halda í okkar ástsælu vini og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins, yfirmenn bankanna, þmt Seðlabankans svo og sendiráðsmenn um allan heim, svo við getum leyft ykkur náðarsamlegast að halda áfram að borga.

Með jólakveðju frá ríkisstjórninni í boði IMF og Seðlabankans


mbl.is 120,5 milljónir í viðbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirgefðu, en má til með að leiðrétta lið 3.

''En við í stjórninni áskiljum okkur hærri lífeyri en allir aðrir landsmenn, og betri kjör, af því að við vitum að enginn vill ráða okkur í störf eftir alt klúðrið hér" "Og því stöndum við öll sem eitt á bak við eftirlaunafrumvarpið"

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 00:28

2 Smámynd: Sigurbjörg

góður Arnór !

Sigurbjörg, 19.12.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband