Kæra bankastjórn

Kæra bankastjórn Nýja Landsbankans,

ég er einn af ykkar viðskiptavinum og þar sem þið eruð nú að fella niður hluta af kröfum ykkar kom mér í hug eftirfarandi:

Þar sem stór hluti tekna minna og mannsins míns hefur farið í að greiða ykkur vexti og verðbætur af lánum síðast liðin 25 ár vil ég leyfa mér að fara fram á, þar sem ég sé fram á áframhaldandi erfiðleika við að borga af lánum að þið fellið niður hluta af skuldum mínum við bankann.  Mér finnst það sanngjarnt í ljósi þess að við erum að fara að borga niður skuldir fyrir útrásarmenn og önnur dusilmenni, svo og nú síðast sjávarútvegsfyrirtækja.  Að vísu erum við bara almúgafólk þannig eð ég veit að það minnkar líkurnar á því, en við sjáum fram á endalausa hækkun á afborgunum því hvernig sem við borgum af láninu okkar þá bara hækkar höfuðstóll þess. 

Því bið ég ykkur kæra bankastjórn að sýna, ekki bara í orði heldu einnig á borði, að þið mismunið ekki viðskiptavinum ykkar.

Virðingarfyllst,

Sigurbjörg


mbl.is Kröfur verði felldar niður að hluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjófnaður á þjófnað ofan. Það er lágmark að þetta lið skili kvótanum okkar, þjóðarinnar ef það er ekki borgunarfólk fyrir sínum skuldbindingum og gróðabraski.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Tek undir með þér.Ég er búinn að vera viðskiptamaður Landsbankans nánast í 30 ár.....þeir mismuna ekki okkur þó að við séum bara smáhausar.Eða er ég bjartsýnn??????????????

Halldór Jóhannsson, 18.12.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Sigurbjörg

Rétt er það Arnór þeir ættu að gera það, en samt er ég nokkuð viss um að þeir geri það ekki.  Eiginhagsmunir / vinahagsmunir / ættingjahagsmunir of miklir til þess .

Halldór, mér finnst þú sko sannarlega bjartsýnn! hahaha  En auðvitað eigum við að vera það.  Hvernig væri að við skryppum í bankann og töluðum við bankastjóra, ég er viss um að þeir gera allt fyrir okkur ! ekki satt ??? 

Sigurbjörg, 18.12.2008 kl. 23:40

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er einmitt á leiðinni á slíkan fund. Takk fyrir pistilinn, ég ætla að prenta þetta út og taka með! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 19.12.2008 kl. 00:07

5 identicon

Nú er það eina í stöðunni að allir sannir Íslendingar flytji viðskipti sín annað. Okkur vantar nýa banka strax. Banka þjóðarinnar þar sem við, fólkið  ráðum. Og ekkert spillingar lið og kvótaþjófar eru innanbúðar.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 00:09

6 Smámynd: Sigurbjörg

Gangi þér vel  og láttu vita hvernig gengur :)

Sigurbjörg, 19.12.2008 kl. 00:09

7 Smámynd: Höfundur ókunnur

Fáir eru eftir, því er nú ver. BYR er eftir (en stendur varla sérlega vel, álitslega séð en dýralæknir okkar allra græddi vel á honum).   MP banki er kannski skárstur (veit samt ekki alveg hve mikið tjón þeir lenda í frá HansaBank, sbr fréttir vikunnar).

Höfundur ókunnur, 19.12.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband