Þeim tókst að ganga fram af mér ..... endanlega held ég.

Þegar maður heldur að ekkert geti gerst meira til að minnka álit á þessari ríkisstjórn tekst þeim einhvern veginn að ganga fram af manni eina ferðina enn. Það er merkilegt að þeir skuli grípa til þessara ráða þar sem allir vita að það rétta er að ríki og sveitarfélög eiga að drífa í hvers kyns framkvædum á krepputímum. Þeir sem sitja nú í ríkisstjórn hafa áður líka sagt það.

Nú er rétti tíminn til að fara í alls kyns umbætur og ný verkefni.

Viðbrögðin nú, hækka skatta og auðvitað verða sveitarfélögin að hækka útsvar líka, því alltaf minnkar það sem ríkið setur til þeirra og eins þurfa sveitarfélög að sjá um stærri hluta á rekstri með ári hverju.

Skiljanlega þarf að auka tekjur ríkissjóðs en það mætti gera á annan hátt en flatan skatt á alla launþega. Hvernig væri að taka up skattþrep ?þetta 1% gæti reynst erfitt fyrir þá launalægstu hér á landi, en auðvitað gerir ríkisstjórn og þingmenn sér varla grein fyrir því hvernig það er fyrir fólk að reyna að lifa af lægstu laununum hér á landi.  Það hefur ekki mátt styggja hátekjumenn og því var felldur niður hátekjuskattur. En þessu þarf að breyta!

Það má ekki hækka skattaprósentu hjá fólki með undir 200.000 kr tekjur. Hins vegar mætti hugsa sér að setjaupp einhvers konar svona skattbil:

0.5 % hækkun á tekjur á bilinu 200-300.000.- á mánuði,

1 % hækkun á tekjur á bilinu 301-400.000.-

2 % hækkun á tekjur á bilinu 401-500.000.-

og svo hærri % á hærri tekjur.

Eins mætti hækka skatta á fjármagnstekjur. Eins mætti setja þak þar, og hafa fjármagnstekjur að einhverri upphæð sömu próstentu og hefur verið til dæmis upp að 5 milljónum. Maður þarf nú að hafa getað lagt fyrir ansi mikið til að fá það í tekjur á ári. Þá mætti hugsa sér að vera með 15-20% fjármagnstekjuskatt á upphæðir yfir þeim. Annars veit ég ekki hvað telst eðlileg upphæð .

En það á eftir að heyrast harmakvein því enginn vill borga meiri skatta. En ég held að þeir sem eru með hærri tekjur eigi betra með það heldur en lágtekjufólk.


mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband